Góðgerlar og forgerlar (e. probiotics og prebiotics) eru lík nöfn en ekki það sama. Munurinn á verkun fæðubótarefnanna er talsverður þar sem góðgerlar (e. probiotics) verka með því að bæta við lifandi/frostþurrkuðum bakteríum í meltingarveginn. Forgerlar (e. prebiotics) miða að því að næra og örva vöxt góðra baktería (bífídóbakteríur) sem náttúrulega eru til staðar í meltingarveginum.