Vísindin
Hvað er Bimuno?
Bimuno er góðgerlanæring fæðubótarefni sem inniheldur galaktósafjölsykrur (e. galactooligosaccharides GOS). Galaktósa fjölsykrurnar eru samsettar úr laktósa úr kúamjólk, en fjölsykrurnar eru unnar með lífrænum ensím-efnahvörfum.
Þekking á verkun og öryggi Bimuno er byggð á sterkri stoð yfir 90 ritrýnda vísindagreina, þ.á.m. um 20 klínískra prófana.
Bimuno er sérstaklega gerjað/melt af bífídóbakteríum í ristlinum og ýtir þannig undir vöxt „góðgerla“ sem þegar fyrirfinnast náttúrulega í meltingarveginum. Það er vísindalega sannað að Bimuno eykur magna bífídóbaktería í meltingarvegi á aðeins 7 dögum.
Bífídóbakteríur
Við eðlilegar aðstæður hefjum við líf okkar með heilsusamlega þarmaflóru þar sem góðgerla bífídóbakteríur eru náttúrulegur og stór hluti af þarmaflórunni fyrstu ár ævinnar. Til margra ára hafa vísindarannsóknir sýnt fram á samband á milli bífídóbaktería og góðrar heilsu. Margrar gerðir bífídóbaktería hafa sem dæmi verið einangraðar og markaðssettar sem fæðubótarefni til inntöku.
Talið er að bífídóbakteríur hafi jákvæð áhrif á heilsu með fjölbreyttum hætti, meðal annars með því að;
- Auka aðgengi og upptöku á mikilvægum næringarefnum úr fæðu (vítamín, stuttar fitusýrur, önnur næringarefni sem aukaafurðir frá niðurbroti á ómeltanlegum fjölsykrum).
- Vörn gegn sýkingu út frá samkeppni
- Auka magn annara góðgerla ásamt því að lækka sýrustig (pH) í meltingarvegi og þar með gera erfiðara um vik fyrir sýkla til að vaxa í meltingarvegi.
- Stuðla að myndun taugaboðefna sem eru mikilvæg fyrir heilastarfsemi
- Vernda og viðhalda þarmaskilrúminu (e. gut barrier)
- Hafa jákvæð áhrif á ónæmiskerfið
Bífídóbakteríur eru gram-jákvæðar, óhreyfanlegar, loft-firrðar bakteríur sem mynda ekki gró og tilheyra aktínóbakteríu fylkingunni. Þær fyrirfinnast á mörgum stöðum í líkama okkar og þar á meðal í þörmunum. Þær voru fyrst uppgvötaðar árið 1899 eftir einangrun frá nýburum á brjóstamjólk. Bífídóbakteríur nýta sérstakan kolvetna efnahvarfa feril sem kallast fosfóketólasa ferillin eða bífíd flutningur (e. bifid shunt), sem gefur ekki frá sér nein gös við gerjun. En það er ein af sérstöðum bífídóbaktería og aðskilur þær hvað varðar þessa eiginleika frá öðrum bakteríum í meltingarvegi.
Að auki þá hafa ákveðnar tegundir af bífídóbakteríum mikilvægu hlutverki að gegna í nýburum þegar kemur að meltingu og niðurbroti á fjölsykrum í brjóstamjólk. En melting fjölsykranna hefur jákvæð heilsuáhrif og verndar gegn sýklum.
Hvaða jákvæðu heilsuáhrif eru tengd bífídóbakteríum?
Eins og með allar bakteríur þá er virkni þeirra mismunandi eftir tegundum og undirgerðum (heimild 1). Það eru yfir 50 greindar tegundir af bífídóbakteríum og þær sem hafa verið mest rannsakaðar í tengslum við heilsu hjá mönnum eru Bifidobacterium bifidum, Bifidobacterium infantis, Bifidobacterium adolescentis and Bifidobacterium longum (heimild 2).
Í meltingarveginum brjóta þær niður ómeltanlega trefja í fitusýrur af stuttri keðjulengd (e. short chain fatty acids, SCFA) þess að auki geta þær minnkað óþægindi eða heilsuvandamál í meltingarvegi eða meltingartruflanir, eflt ónæmiskerfið, styrkt og viðhaldið meltingarvegs-veggnum og eytt eða dregið úr bólgu ( heimild 3).
Hversu mikið af bífídóbakteríum erum við með í meltingarveginum náttúrulega?
Margir þættir hafa áhrif á samsetningu og magn þeirra billjóna af bakteríum sem fyrirfinnast í meltingarveginum. Sem dæmi þá hafa þættir eins og tegund fæðingar, brjóstamjólk, kyn, aldur, landafræðileg staðsetning, sjúkdómar, lyfjanotkun og að sjálfsögðu fæðuval áhrif á samsetningu þarmaflórunnar. Í þörmum nýbura sem fá brjóstamjólk eru bífídóbakteríur meirihluti þarmaflórunnar.
Þannig hefur verið sýnt fram á að nýburar sem fá brjóstamjólk hafa meira af bífídóbakteríum en nýburar sem fá stoðmjólk. Ástæðan fyrir því er talin vera sú að í brjóstamjólk fyrirfinnast forgerla fjölsykru trefjar sem bífídóbakteríur nýta sérstaklega betur og fram yfir aðrar bakteríur og stuðla forgerla trefjarnir þannig að vali og aukningu á bífídóbakteríum fram yfir aðra gerla.
Við þroska og inntöku fjölbreyttrar fæðu sem innihalda prótein og fitu í meira mæli sem eru ekki næringarefni fyrir bífídóbakteríur, verður minnkun á heildar hlutfalli bífídóbaktería. Aðrir þættir en fæða eins og t.d. sýklalyfjanotkun og veikindi geta einnig leitt til fækkunar á bífídóbakteríum. Hlutfall bífídóbaktería nær þó vissu jafnvægi og er stöðugt fram eftir aldri, eða þangað til það minnkar aftur í elli.
Heimild; http://www.frontiersin.org/articles/10.3389/fmicb.2016.01204/
Hvernig má auka magn bífídóbaktería í meltingarvegi?
Ein leið til að auk magn góðgerla, þ.m.t. bífídóbaktería, er er að hámarka inntöku trefja en trefjar eru á sinn hátt forgerlar eða fæða fyrir góðar bakteríur. Forgerlar eru þannig trefjar sem eru ómeltanlegar sameindir sem eru nytsamlegar fyrir fólk með því að stuðla sérstaklega að vexti og eða virkni ákveðinna góðgerla í meltingarveginum sem leiðir af sér bætta heilsu (heimild 3).
Forgerla fæðubótarefnið Bimuno Daily fæðir góðgerla og hefur sérhæfni gagnvart bífídóbakteríum umfram önnur fæðubótarefni á markaði (heimild 4). Bimuno hentar sérstaklega vel einstaklingum sem eiga af einhverjum ástæðum erfitt að velja sér trefjaríka fæðu daglega eða geta ekki innbyrt ákveðnar fæðutegundir sem innihalda forgerla eða eru á mataræði sem inniheldur lítið af forgerla trefjum.
Bífídóbakteríur eru einnig fáanlegar sem góðgerla fæðubótarefni, en mjög mismunandi gæði af slíkum vörum fyrirfinnast á markaði og oft er ekki víst að góðgerlarnir skili sér á réttan stað í meltingarvegi þar sem magasýrurnar í magasekknum geta oft valdið því að stór hluti þeirra sundrast og meltist áður en þær skila sér á réttan stað í meltingarveginum þar sem sýrustig í maga er miklu lægra en í þörmunum.
Hvernig miðla bífídóbakteríur áhrifum sínum?
Gerjun í þörmum og ristli: Bífídóbakteríur mynda mjólkursýru og fitusýrur með stutta keðjulengd (helst asetat, própíónat og bútírat) sem síðan hafa ýmis jákvæð áhrif í meltingarvegi og meðal annars stuðla að vexti annara góðgerla og virka sem boðefni í samtali meltingarvegs og miðtaugakerfisins. Ein mikilvæg áhrif fitusýranna er að vernda þekjuvefinn í þörmunum ásamt því að bútírat er mikilvægur orkugjafi fyrir frumur í meltingarvegi og stuðlar að heilbrgiðum vexti og endurnýjun frumnanna í þekjuvefnum.
- Myndun vítamína: góðgerlar í meltingarvegi, þ.m.t. bífídóbakteríur geta myndað ýmis vítamín, t.d. ákveðin B-vítamín og K-vítamín.
- Viðhalda heilbrigðu skilrúmi meltingarvegs: Sýnt hefur verið fram á að bífídóbakteríur stuðli að sterku skilrúmi og þekjuvef í meltingarveginum með því að koma jafnvægi á magn “tight junction” próteins og með því að minnka bólgumyndun, sem allt stuðlar að minni lekanleika meltingarvegsins.
- Áhrif á ónæmiskerfi þarmanna: Bífídóbakteríur geta haft áhrif á hvítfrumuvef meltingarvegsins (e. gut-associated lymphoid tissue, GALT) og hafa þannig áhrif á ónæmissvar líkamans.
Heimildir
1. O’Callaghan et al., Frontiers in Microbiology, 2016; 7: 925.
2. Xuedong Zhou and Yuqing Li, In Atlas of Oral Microbiology, 2015.
3. Picard et al., Alimentary Pharmacological Therapies, 2005; 15;22(6):495-512.
4. Depeint et al., American Journal of Clinical Nutrition, 2008; 87(3):785-91.
Mikilvægi þarmaflórunnar
Þarmaflóran er undir áhrifum af og hefur áhrif á ýmsa mikilvæga starfsemi líkamans, eins og meltingu, ónæmissvar og heilastarfsemi. Þó að það sé engin ein uppskrift að fullkominni þarmaflóru er almennt álitið að fjölbreytileiki milli bakteríu tegunda sé af hinu góða. Við þekkjum ekki samsetningu flórunnar á hverjum tímapunkti og því er mælt með hollri og fjölbreyttri fæðu til að ná og viðhalda góðri þarmaflóru. En sú nálgun byggir á því að takmarkað pláss er í meltingarveginum og því er stöðug samkeppni milli góðgerla og annara mis-góðra gerla og hlutfall þeirra breytilegt.
Ólíkt góðgerlum (e. probiotics =lifandi gerlar til inntöku sem fæðubótarefni) eru forgerla trefjar (e. prebiotics = næringarefni fyrir ræktun góðra gerla) ekki viðkvæmir fyrir hita og sýrustigi og ferðast í gegnum meltingarveginn án hættu á niðurbroti , fram að neðri hluta meltingarvegarins þar sem gerjun þeirra á sér stað. Galaktósafjölsykrurnar sem eru forgerla trefjarnir í Bimuno vörunum eru næringarefni sem góðgerlar af tegundum bífídó og laktóbacillus nýta sérstaklega umfram önnur.
Vísindin á bak við Bimuno
Rannsóknir hafa sýnt fram á að hægt er að hafa áhrif á þarmaflóruna með inntöku góðgerla (e. probiotics) baktería. Áhrif inntöku á forgerla (e. prebiotic) trefjum sem virka sem sérvalin fæða fyrir góðgerla hefur á vissan hátt ekki verið rannsökuð jafn mikið. En Clasado hefur engu að síður birt yfir 90 ritrýndar vísindagreinar síðan 2008 um niðurstöður rannsókna varðandi Bimuno forgerla, þar á meðal yfir 20 klínískar rannsóknir í mönnum. Vísindaleiðangurinn byrjaði hjá Reading háskóla (University of Reading) í Bretlandi þar sem sýnt var fram á að hægt er að “rækta” þá góðgerla sem fyrirfinnast náttúrulega í ristlinum með galaktósafjölsykrum (e. galaaoligosaccharides, GOS) sem eru hluti af Bimuno.
Ítrekað hefur verið sýnt fram á að Bimuno (einnig auðkennt B-GOS í vísindagreinum) stuðli að vexti og fjölgun góðgerla í meltingarveginum 7,8. Klínískar rannsóknir í mönnum hafa sýnt fram á áhrif bífídóbaktería og efna sem þær losa við niðurbrot trefja, á þarmaflóruna, gæði meltingar og heilsu hvað varðar heilbrigði ónæmiskerfisins og miðtaugakerfisins.
Meltingaróþægindi (e. Digestive discomfort)
Útþemba, gas og tengd óþægindi í kvið
Rannsóknir hafa sýnt fram á að Bimuno getur minnkað áhrif meltingaróþægindi 1,2,3,4.
Klínískar rannsóknir á Bimuno hafa sýnt að það getur minnkað gasmyndun, þembu og kviðverki hjá einstaklingum sem glíma við óþægindi í meltingarvegi 2. Bimuno hefur einnig jákvæð áhrif á þarmahreyfingar hjá einstaklingum með IBS (e. irritable bowel syndrome)4 og viðheldur reglubundnum þarmahreyfingum hjá heilbrigðum einstaklingum.
Eitt mikilvægt atriði er að með því að stuðla sérstaklega að vexti bífídóbaktería (sem mynda ekki gös), þá eykur Bimuno ekki gasmyndun, sem gæti verið áhyggjuefni fyrir suma.
Fólk sem upplifir meltingaróþægindi er oft ráðlagt af næringarráðgjöfum eða öðru heilbrigðisstarfsfólki að takmarka inntöku á fæðu sem inniheldur gerjanlegar sykrusameindir (e. FODMAP, fermentable oligosaccharides, disaccharides, monosaccharides and polyols. Þrátt fyrir að þessi nálgun geti stuðlað að skamm tíma bættri líðan þá eru ýmsar áskoranir sem fylgja slíku mataræði þar sem það getur haft áhrif á samsetningu þarmaflórunnar, upptöku næringarefna og gæða fæðunnar. FODMAP mataræði er flókið í framkvæmd og skilningi, ásamt því að ekki allir finna fyrir jákvæðum áhrifum 1. Fólk sem upplifir meltingaróþægindi svara almennt betur inntöku á Bimuno galaktósafjölsykrum í samanburði við ínúlín gerðir af forgerlum sem geta í ákveðnum tilfellum aukið óþægindi í meltingarvegi 2,7.

Virkni ónæmiskerfisins
Ýmsir þættir hafa áhrif á ónæmi, eins og lífstíll, streita, næring. Sérstaklega er minni virkni ónæmiskerfisins þekkt sem hluti af hækkandi lífaldri (e. immunosenescence). Bimuno veitir fjölbreytt jákvæð áhrif á ónæmiskerfið.
Hegðun, líðan og heilavirkni
Meltingarvandamál á ferðalagi (te. avellers diarrhorea)
Frekari upplýsingar og heimildir; www.bimuno.com/professionals/science