Skilmálar
Skilmálar
Eftirfarandi skilmálar gilda um kaup á vöru eða þjónustu á vefnum bimuno.is. Skilmálarnir, sem samþykktir eru með staðfestingu á kaupum, eru grunnurinn að viðskiptunum. Um öll þau kaup og viðskipti sem koma til með að eiga sér stað fyrir milligöngu bimuno.is netverslunarinnar gilda þau landslög sem eiga við hverju sinni.
Kaupandi, samkvæmt skilmálum þessum, er einstaklingur sem kaupir vöru eða þjónustu fyrir milligöngu bimuno.is.
Seljandi, samkvæmt skilmálum þessum, er sá aðili sem selur þá vöru eða þjónustu sem um ræðir fyrir milligöngu bimuno.is netverslunar er
B1982 ehf./Betri Melting, heimilisfangSelvogsgrunn 18, 104 Reykjavík.
Kennitala félagsins er 540621-2330, Vsk. nr. 143485
Öll verð á bimuno.is og útsendum póstum eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur, prentvillur og myndvillur.
Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara. Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.
Verslunarskilmálar
Með því að eiga viðskipti í gegnum netverslun bimuno.is og staðfesta skilmála þessa með slíkum kaupum, skuldbindur kaupandi sig til að kaupa ávísun á vöru eða þjónustu sem hann síðan framvísar til seljanda. Kaupsamningur eða kvittun fyrir kaupum er send með tölvupósti til kaupanda þegar greiðsla hefur borist til bimuno.is.
Upplýsingar um vöru eða þjónustu á vefsíðunni bimuno.is eru settar fram í samræmi við fyrirliggjandi gögn og upplýsingar frá seljanda og ber seljandi alla ábyrgð á gæðum vörunnar eða þjónustunnar.
Skilafrestur og endurgreiðsluréttur
Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað.
Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað.
Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Flutningsgjöld eru ekki endurgreidd. Vinsamlegast hafið samband við bimuno.is ef upp vakna frekari spurningar.
Áskriftarsamningur
Betri melting ehf. (kt. 5406212330) og kaupandi gera með sér svohljóðandi samning.
Tilgangur samkomulagsins er að Betri melting selji kaupanda áskrift að 90 daga skammti (þriggja mánaða skammtur; 3 x 30 stk. pakkningar af Bimuno Daily sendur með þriggja mánaða fresti).
Samningur þessi tekur gildi við stofnun notanda.
Samningur þessi er uppsegjanlegur fyrst eftir að hafa amk. greitt fyrir tvær sendingar af 3 x 30 daga skammti.
Uppsögnin skal miðast við mánaðarmót.
Kaupandi skal greiða 90 skammta gjald á þriggja mánaðar fresti fram að þeim tíma þegar samningur fellur úr gildi.
Vilji kaupandi segja upp samningnum ber honum að gera það með því að hafa samband með tölvupósti (tölvupóstur er ávallt aðgenglegur á www.bimuno.is )
Heimsending er skilgreind sem sending með póstþjónustufyritæki annaðhvort á póstbox í sama eða nálægu póstnúmeri eða beint að heimili viðtakenda. Sendingar fara út með þriggja mánaðar fresti og eru annað hvort sendar með póstinum eða keyrðar út.
Ekki er hægt að endursenda og fá endurgreitt nema augljóst sé að varan sé gölluð.
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
Sendingar úr kerfi verslunar kunna að nota persónuupplýsingar, s.s. búsetu, aldur eða viðskiptasögu, til að útbúa viðeigandi skilaboð til meðlima síðunnar. Þessar upplýsingar eru aldrei afhentar þriðja aðila. Meðlimir vefverslunnarinnar geta ætíð afskráð sig og þannig neitað fyrirtækinu notkun á slíkum upplýsingum.
Áskriftargjald samninga getur hækkað einu sinni á ári um sem nemur hækkun á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar frá síðustu hækkun.
Gölluð vara
Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingakostnað sem um ræðir. Eða endurgreiðum ef þess er krafist. Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000 og laga um neytendakaup.
Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur.
Athugið að www.bimuno.is er hýst hjá Shopify og því gilda einnig skilmálar Shopify um notkun á vafrakökum.
Upplýsingar um vafrakökur (e. cookies)
Vafrakökur eru notaðar í margvíslegum tilgangi, þar á meðal til þess að bæta virkni vefsíðna, til greiningar á notkun vefsíðna og til að beina auglýsingum til ákveðinna hópa eða einstaklinga. Vafrakökur geta innihaldið texta, númer eða upplýsingar eins og dagsetningar, en þar eru engar persónuupplýsingar um notendur geymdar.
Notkun www.bimuno.is á vafrakökum
Með því að samþykkja skilmála www.bimuno.is og shopify um notkun á vafrakökum er m.a. veitt heimild til þess að:
- Bera kennsl á notendur sem hafa komið áður á vefinn og sníða leit og þjónustu við gestina til samræmis við auðkenninguna.
- Að gera notendum auðveldara að vafra um vefsvæðið, til dæmis með því að muna eftir fyrri aðgerðum.
- Að þróa og bæta þjónustu vefsvæðisins með því að fá innsýn í notkun hennar.
- Að birta notendum auglýsingar
www.bimuno.is kann að nota einnig þjónustur þriðju aðila til að greina umferð um vefinn, mæla virkni auglýsinga og til að birta gestum sérsniðnar auglýsingar. Til dæmis keypt þjónusta frá Google og Facebook/Metta í þessum tilgangi. Í þeim tilfellum er upplýsingum safnað nafnlaust og gefnar skýrslur um þróun á vefsvæðum án þess að greint sé frá stökum notendum eða persónuupplýsingum. Google og Facebook Metta notar sínar eigin kökur til að fylgjast með samskiptum gesta við vefsvæði. Á grundvelli þess áskilur www.bimuno.is sér rétt til að birta notendum auglýsingar í gegnum endurmarkaðssetningarkerfi þessara þriðju aðila.
Geymslutími
Vafrakökur frá ww.bimuno.is eru geymdar í allt að 30 daga frá því að notandi heimsækir vefverslunina.
Slökkva á notkun á kökum
Notendur geta og er ávallt heimilt að stilla vafrann sinn þannig að notkun á kökum sé stöðvuð. Slíkar breytingar geta dregið úr aðgengi að tilteknum síðum á vefsvæðinu eða vefsvæðinu í heild sinni og getur haft neikvæð áhrif á heildarvirkni.
Leiðbeiningar um hvernig megi slökkva á kökum eða breyta stillingum um vafrakökur má finna á vefsíðu þíns vafra eða www.allaboutcookies.org.
Meðferð á persónuupplýsingum
Persónuupplýsingar sem kunna að að verða til við notkun á vafrakökum verða meðhöndlaðar og unnið með þær í samræmi við ákvæði laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. www.bimuno.is lýsir því yfir að ekki verði unnið með slíkar upplýsingar í öðrum tilgangi en að ofan greinir nema með yfirlýstu samþykki og þá verða upplýsingarnar ekki varðveittar lengur en þörf krefur miðað við tilgang vinnslu.
Persónuupplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila nema lög kveði á um annað.
www.bimuno.is er starfrækt af Betri Melting ehf. umboðsaðila Bimuno á Íslandi