Um Bimuno

Heilbrigður meltingarvegur – á einfaldan hátt! 

Byrjaðu þína vegferð að betri meltingu og þarmaheilsu með verðlauna fæðubótarefninu Bimuno DAILY® strax í dag.

Bimuno er forgerla fæðubótarefni sem er hannað með það að leiðarljósi að styðja við góða þarma heilsu. Það inniheldur galaktósa fjölsykrur (e. galactooligosaccharides, GOS) sem eru unnir úr laktósa sem fyrir kemur náttúrulega í kúamjólk. Sem forgerla fæðubótarefni virkar það sem fæða og nærir “góðu gerlana” í meltingarveginum þínum og stuðlar að fjölbreytileika og jafnvægi þarmaflórunnar.

Það er auðvelt að nota Bimuno – bætir bara bragðlausa trefjaduftinu út í vatn, kaffi, te, safa eða út á mat.

 

Fæðubót sem byggir á vísindum 

Bimuno forgerlar voru þróaðir út frá umfangsmiklu rannsóknarverkefni sem hófst árið 2007 í Reading háskólanum í Bretlandi.

Síðan þá hefur Bimuno® orðið ein mest rannsakaða forgerla vara heims og styðja yfir 90 ritrýndar vísindagreinar og 20 klínískar rannsóknir góð áhrif vörunnar. Bimuno® var þróað með það að markmiði að fæða, næra og örva góðu bakteríurnar í neðri hluta meltingarvegarins, þá sérstaklega bifídóbakteríur. 

Flestir kannast við orðið góðgerlar (e. probiotics) en bífídóbakteríur eru góðgerlar og eru stór hluti þarmaflórunnar. Þeir stuðla að framleiðslu og upptöku vítamína og næringarefna í neðri hluta meltingarvegarins.

Góðu bakteríurnar eins og bífídóbakteríur hjálpa ekki aðeins til með meltingu heldur geta þær einnig haft áhrif á mörg mikilvæg svið líkams- og heilastarfsemi. Sem dæmi, vissir þú að “góðu” bakteríurnar í meltingarveginum stuðla að öflugu ónæmiskerfi? En um 70 % af ónæmiskerfinu er einmitt staðsett í meltingarveginum.

 

 

Þúsundir velja og mæla með Bimuno 

Ekki bara taka okkar orð fyrir ágætum Bimuno. Notendur víða um heim hafa mælt með vörunni og á síðunni Trustpilot má finna yfir 3400 frásagnir og meðmæli og fær varan “Framúrskarandi” (e. excellent) sem einkunn. Ef þú ert að meta hvort þú eigir að hefja þína vegferð í átt að betri meltingarvegs heilsu, þá gæti hjálpað að lesa frásagnir annarra og hvernig Bimuno® hefur hjálpað þeim. https://www.bimuno.com/about-bimuno/customer-reviews/

 

Mikilvægi heilbrigðs meltingarvegs og hlutverk þarmaflórunnar 

Í þörmunum eru milljarðar góðra og slæmra baktería sem fyrirfinnast á hverjum tíma í mismunandi samsetningu. Reyndar er þarmaflóra hvers einstaklings á vissan hátt einstök líkt og fingrafar. Heilbrigði þarmanna hefur hlutverki að gegna þegar kemur að heildar heilsu og vellíðan einstaklinga. Rannsóknir hafa sýnt að mikið magn góðgerla hefur jákvæð áhrif á gæði meltingar. Þá hefur verið sýnt fram á samband milli góðgerla og virkni ónæmiskerfisins, andlegrar heilsu, orkustigs og meira að segja svefngæða! Í ljósi alls þessa er eðlilegt að spyrja hvað þú getur gert til að auka og næra þína eigin góðgerla?