Bimuno á BBC í þættinum "The Truth About Sleep"

Umfjöllun um Bimuno í BBC þættinum "The Truth About Sleep" eða sannleikurinn um svefn - sem sýndir voru á RÚV. 

Þegar við leitumst við að bæta svefninn okkar og auka magn eða hvíld sem við hljótum af svefni er athygli okkar eðlilega beint að svefnumhverfinu. Þrátt fyrir að góðar ytri aðstæður séu af mjög mikilvægar fyrir góðan svefn, getur þá verið að leyndarmálið að auknum svefngæðum liggi í gegnum meltingarveginn?

Þessi möguleiki vakti áhuga læknisins, rithöfundarins, og þáttastjórnandans Michael Mosley þegar hann vann við undirbúning á heimildarþáttaseríunni Sannleikurinn um Svefn (e. The Truth about: Sleep)

Svefn 

Spennandi uppgvötun við gerð heimildaþáttanna Sannleikurinn um svefn (e. The truth about: Sleep) vakti athygli króníska svefleysingjans Dr Michael Mosley sem hefur umsjón með þáttunum. Vísindafólk Colorado Boulder háskóla framkvæmdi rannsókn á því hvort að forgerlar (e. prebiotics) sem næra góðu bakteríurnar í meltingarvegi geti bætt svefn. Rannsóknin benti til þess að svarið við góðum svefni væri að finna í meltingarveginum. “ Við komumst að því að forgerla fæðubótarefni geta bætt svefngæði hvað varðar bæði REM svefn og ekki-REM svefn eftir álagsatburði” -Robert Thompson, fyrsti höfundur rannsóknar greinarinnar sem var birt í vísindaritinu Frontiers in Behavioural Neuroscience. Dr Mosley ákvað að sjálfur prófa áhrif forgerla á sín eigin svefn gæði eins og fram kom í þættinum árið 2017, þegar hann tók inn forgerla Bimuno® DAILY duft, í 5 daga og komst að þeirri niðurstöðu að Bimuno hefði jákvæð áhrif á svefninn hans. 

Undir lok 5 daga tilraunarinnar var Dr Mosley farinn að finna fyrir áhrifum á svefn og endaði með að gefa Bimuno 9 af 10 í einkunn fyrir áhrif og bætingu á svefni. Bimuno var eina forgerla varan sem prófuð var í þættinum.

Niðurstöðurnar

Professor Philip Burnet PhD frá Oxoford háskóla fylgdist með og mældi svefn mynstur Dr Mosley á meðan rannsókninni stóð og tala niðurstöðurnar sínu máli. Daginn áður en Dr Mosley tók forgerlana eyddi hann 79% af tímanum í rúmi sínu sofandi en 21 % vakandi með mismunandi millibili. Fimm dögum seinna eftir inntöku á hverjum degi af Bimuno forgerlum var hlutfall tíma sofandi komið upp í 92% og aðeins 8 % vakandi.

Watch the full BBC documentary here – The Truth About… Sleep

 

Hvernig geta forgerlar mögulega bætt svefn?

Meltingarvegurinn er upphafið. Þar má finna billjónir baktería sem mynda þarmaflóruna. Það hefur nefnilega verið sýnt fram á að samsetning þarmaflórunnar m.t.t. hvaða bakteríur eru þar að finna, getur haft mikil áhrif á margar heilsufarsþætti t.d. geðheilsu, þyngdarstjórnun og nú nýlega áhrif á svefn. Þarmaflóran inniheldur mismikið af ólíkum bakteríum og sumar þeirra góðar fyrir heilsu og aðrar ekki. Góðgerlar eru lifandi bakteríur en forgerlar eru sérstök tegund trefja sem næra góðu bakteríurnar svo þær geti náð einskonar yfirhönd yfir þeim af verri gerðinni, til einföldunar. Professor Philip Burnet útskýrir þetta með eftirfarandi hætti:

“Góðu bakteríurnar brjóta niður eða melta trefjana í minni sameindir eins og stuttar fitusýrur. En einnig mynda bakteríurnar sjálfar þegar þeim líður vel ákveðin vítamín og fleiri efni sem líkleg eru til að hafa jákvæð áhrif á nærumhveri þeirra í meltingqarveginum, meltingu og ónæmiskerfið.“ Tekið saman þá er talið að meltingin á forgerla trefjunum myndi efni sem hafi jákvæð áhrif á svefn en einnig að mikið magn af góðum bakteríum í meltingarvegi sem líði vel (fá rétta næringu úr forgerlum) og myndi þannig ýmis heilsusamleg efni og útfrá því hafi jákvæð áhrif á taugakerfið og svefn.

Hvar er helst að finna náttúrulega forgerla?

Forgerlar fyrirfinnast í náttúrunni og ef best væri á kosið myndu allir innbyrða nóg af þeim í gegnum fæðuna. Forgerlar í formi fæðubótarefnis er góð leið til að tryggja nægilega inntöku, stuðla þannig að heilbrigðri þarmaflóru fyrir þá sem ekki ná að borða mikið af trefjaríkum mat í öll mál. Dæmi um forgerlaríkar fæðutegundir: 

 

  • Kjúklingabaunir og hummus
  • Smjörbaunir
  • Blaðlaukur
  •  


    Þrátt fyrir það eins og Prófessor Burnet útskýrir þá er forgerla fæðubótarefnið Bimuno líklega 100 sinnum áhrifaríkara en ein skál af húmmus. Rannsókn Dr Mosley notaði Bimuno og ekki forgerla úr fæðu þannig að frekari rannsóknir þarf til að kanna hvort sömu áhrif náist á svefn með inntöku forgerlaríkra fæðutegunda.


    Hvernig svefnleysi getur haft áhrif á þarmaflóruna?

    Vísindafólk sem rannsakar svefn við Uppsala háskóla í Svíþjóð hafa borið saman mismunandi lengd svefns á þarmaflóru einstaklinga. Niðurstöður einnar rannsóknar (sjá hér) benda til þess að eftir aðeins tvær nætur af takmörkuðum svefni varð minnkun á magni ákveðinna baktería í meltingarvegi, á sumum gerðum um allt að 50 %. Þetta er mikilvægt þar sem rannsóknir á heilsusamlegum áhrifum þarmaflóru hafa sýnt að hlutfall góðra og slæmra baktería í þarmaflórunni er það sem helst er tengt góðri heilsu. Þannig getur inntaka á forgerlum eins og Bimuno® verið skynsamleg sérstaklega við aðstæður þar sem álag og lítill svefn koma fyrir.

    * Source: BBC1 TV programme The Truth about Sleep

    ** In the programme Dr Mosley found that his sleep patterns improved while he was taking Bimuno® DAILY powder. It should be noted that no formal clinical investigations have been conducted to assess the impact of this supplement on sleep patterns.