Vísindin á bakvið Bimuno
Rannsóknir hafa sýnt fram á að hægt er að hafa áhrif á þarmaflóruna með inntöku góðgerla (e. probiotics) baktería. Áhrif inntöku á forgerla (e. prebiotic) trefjum sem virka sem sérvalin fæða fyrir góðgerla hefur á vissan hátt ekki verið rannsökuð jafn mikið. En Clasado, framleiðandi Bimuno, hefur engu að síður birt yfir 90 ritrýndar vísindagreinar síðan 2008 um niðurstöður rannsókna varðandi Bimuno forgerla, þar á meðal yfir 20 klínískar rannsóknir í mönnum. Vísindaleiðangurinn byrjaði hjá Reading háskóla (University of Reading) í Bretlandi þar sem sýnt var fram á að hægt er að “rækta” þá góðgerla sem fyrirfinnast náttúrulega í ristlinum með galaktósafjölsykrum (e. galaaoligosaccharides, GOS) sem eru hluti af Bimuno.
Ítrekað hefur verið sýnt fram á að Bimuno (einnig auðkennt B-GOS í vísindagreinum) stuðli að vexti og fjölgun góðgerla í meltingarveginum 7,8. Klínískar rannsóknir í mönnum hafa sýnt fram á áhrif bífídóbaktería og efna sem þær losa við niðurbrot trefja, á þarmaflóruna, gæði meltingar og heilsu hvað varðar heilbrigði ónæmiskerfisins og miðtaugakerfisins.